Umsókn um stofnframlag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Bæjarráð nr. 107
4. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Umsókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar leiguíbúða um tvær íbúðir.
Í hönnunarferlinu fyrir húsin við Heiðarstekk kom í ljós að það var hægt að fjölga íbúðum um tvær, úr 26 í 28. Bjarg hefur sent inn umsókn til HMS vegna þessara viðbótaríbúða. Það bættust við 2 stk af 5 herbergja íbúðum en stofnframlag Árborgar vegna þeirra yrði um 10,6 millj.
Meðfylgjandi er umsóknin en samhliða er sótt um stofnframlag vegna þessara tveggja íbúða til Árborgar.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði umsókn Bjargs um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna, að upphæð 10,6 m.kr, til að leggja fyrir bæjarstjórn. Einnig fer bæjarráð fram á að lagt verði fyrir bæjarstjórn minnisblað um heimildir sveitarfélagsins til að setja skilyrði um endurgreiðslu stofnframlags að lokinni uppgreiðslu lána vegna húsnæðisins.