Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 45
16. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 140. fundi bæjarstjórnar frá 3. mars, liður 6. Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Samningaviðræður hafa staðið yfir milli Svf. Árborgar og Vegagerðarinnar síðastliðin misseri um verð fyrir þau lönd sem sveitarfélagið lætur undir vegagerð. Meðfylgjandi eru tillaga að samkomulagi og fylgiskjöl um afmörkun þeirra landa sem um ræðir.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samkomulagið við Vegagerðina um þau lönd sem sveitarfélagið léti undir vegagerð í tengslum við lagningu nýrrar brúar yfir Ölfusá yrði samþykkt.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Hlé gert á fundi kl. 17.21
Fundi fram haldið kl. 17.44

Lögð er fram breytingartillaga við tillögu bæjarráðs um að við samninginn bætist fyrirvari um mögulega hækkun bótanna ef samningar við landeigendur annarra jarða vegna sömu vegaframkvæmdar eða úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta verði um hærri bætur. Þá er lagt til að bæjarstjóra verði veitt umboð til að undirrita samninga, afsöl og önnur skjöl er sölunni tengjast.

Tillagan er samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.