Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um ljósleiðara á Esjumelum og Hólmsheiði, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 84
14. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
1. Er búið að ljósleiðaravæða Esjumela? 2. Ef svo er hver bar kostnaðinn af hverri tengingu inn á hverja lóð? 3. Ef búið er að ljósleiðaravæða Esjumela, hvað kostaði tengingin tæmandi talið? 4. Er búið að tengja ljósleiðara í fangelsið á Hólmsheiði? 5. Ef svo er hver greiddi fyrir ljósleiðarann og hvað kostaði tengingin tæmandi talið? 6. Var farið í útboð vegna beggja verka ef búið er að ljósleiðaravæða svæðin? 7. Hvaða verktaki sá um lagningu ljósleiðarana? 8. Hvenær voru ljósleiðarar lagðir til fyrirtækjanna/inn á svæðið?