Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur jafnfram til að umhverfis- og skipulagssvið búi til íslenskar leiðbeiningar um hraðahindranir og blikkljós sem henta Reykvískri umferð í stað þess að nota norskar eða danskar reglur án mikillar skoðunar hvort þær henti hér í borg. Þessi mál eru í nokkrum ólestri nú. Í Reykjavík eru hraðahindranir stundum þrenging,  stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu. Bungur eru mismunandi. Ómögulegt er fyrir þann sem ekki þekkir götuna að vita hvað bíður, hvernig bunga bíður. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er ekki nóg að setja  skilti sem á stendur hraðahindrun þegar þær eru síðan af mismunandi gerðum. Ekki er haldið utan um frávik. Af svari að dæma er óhætt að segja að verkefni sem snúa að hraðahindrunum hafa ekki verið nægjanlega vel unnin af umhverfissviðinu, bretta þarf upp ermar hér.
Svar

Frestað.