Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi kvartanir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Í ljósi þess að nokkuð hefur borið á kvörtunum yfir að illa gangi að ná sambandi við skipulagsyfirvöld leggur fulltrúi Flokks fólksins til að starfs- og embættismenn sem og kjörnir fulltrúar meirihlutans í skipulagsráði geri það að vinnureglu sinni að ljúka ekki vinnudegi sínum fyrr en búið er að bregðast með einum eða öðrum hætti við innkomnum skeytum/skilaboðum sem borist hafa. Vissulega gætu komið dagar sem þetta er ekki hægt en í það minnsta muni starfsmenn leitast við að svara samdægurs. Hér er ekki átt við að öll erindi fái fullnaðarafgreiðslur strax enda slíkt ekki raunhæft heldur að þeim sem sent hafa skeyti eða skilaboð verði svarað sem dæmi: "erindið er móttekið/málið er í skoðun/ haft verður samband hið fyrsta", eða eitthvað á þessa leið. 
Svar

Frestað.