Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins úr borgarráði, um öryggi gangandi vegfarenda í Hamrahverfi - USK2020020040
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögu í skipulags- og samgönguráði um öryggi gangandi vegfarenda í Hamrahverfi - R20080113 
Svar

Lagt er til að borgarráð samþykki að leitað verði umsagnar Íbúaráðs Grafarvogs og foreldrafélags Hamraskóla um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í skipulags- og samgönguráði 23. janúar 2019 um umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi. Jafnframt er ítrekuð ósk um að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra verði lögð fram.