Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna mistaka í útboðsmálum vegna Fossvogsbrúar, umsögn - USK2020080093
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Nú hefur úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála fellt úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Fimm hönnunar- og arkitektastofur af þeim ellefu sem ekki voru valdir í forvalið kærðu valið til kærunefndar útboðsmála sem hefur stöðvað keppnina tímabundið. Alls sendu sautján hönnunar- og arkitektastofur inn tillögur. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar í úrskurðinum við vinnubrögð Vegagerðarinnar og eru hún, Reykjavíkurborg og Kópavogur gert að greiða skaðabætur samkvæmt úrskurðarorði. Fram kemur í úrskurðinum að " Efla hf. hafi fengið óeðlilegt forskot á aðra þátttakendur. Jafnframt hafi einn dómnefndarmenn verið starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar, sem hafi staðfest ákvörðun dómnefndar um val þátttakenda, verið eigandi, stjórnarmaður og starfsmaður Eflu hf. þar til fyrir skömmu. Dómnefndin hafi því verið vanhæf til ákvarðanatöku í forvalinu". Í þessu máli er alla vega víst að Reykjavíkurborg ber ákvarðanaábyrgð og skaðabætur greiðast úr vasa útsvarsgreiðenda. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvað þessi mistök í útboðsmálum munu kosta borgarbúa og hvaða úrbætur Reykjavík hyggst gera á verklagi í ljósi úrskurðarins?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.