Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að fresta samþykktarferli hverfisskipulags í Breiðholti þar til Covid leyfir íbúaráðsfundi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins um að fresta/frysta samþykktarferli hverfisskipulags Breiðholts vegna COVID aðstæðna þar til hægt verði að hafa íbúaráðsfundi í Breiðholti. Eins og sakir standa er ekki hægt að bjóða upp á mannmarga viðburði til að ræða hugmyndir um nýtt hverfisskipulag í Breiðholti svo vel sé. Um er að ræða stórfelldar breytingar sem íbúar þess verða að fá fulla aðkomu að til að geta sett sig inn í það, mótað skoðanir og komið þeim á framfæri. Á með staðan er svona vegna COVID er það ábyrgðarhluti ef borgaryfirvöld ætla að kalla saman fólk á fundi til að ræða skipulag eða annað ef því er að skipta. Skipulagsyfirvöld geta nýtt tímann til að yfirfara þær ábendingar sem þegar hafa borist og aðlagað hverfisskipulagið að þeim. Nú hafa sem dæmi margir stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir stefnu skipulagsyfirvalda að þrengja að bíleigendum með þeim hætti að erfitt er að finna bílastæði. Bílastæðaskortur er nú þegar víða í Breiðholti sem dæmi í Seljahverfi og Austurberginu. Það er skortur á bílastæðum hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þegar dagskólinn er. En ekkert skal gert nema í samráði við íbúana og séu íbúar ósammála innbyrðis eða ósammála skipulagsyfirvöldum er mikilvægt að kosið verði um þau atriði. Einfaldur meirihluti muni þá ráða. 
Svar

Frestað.