Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um upplýsingamiðlun bílastæðasjóðs, umsögn - USK2020080029
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna upplýsingamiðlunar bílastæðasjóðs, sbr. 82 lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 1. júlí 2020. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Svar

Vísað frá.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ekki er að finna eiginlega tillögu til úrbóta í textanum sem sendur er frá fulltrúa Flokks fólksins til ráðsins og er til afgreiðslu. Tillögunni er því vísað frá. 
  • Flokkur fólksins
    Tillaga Flokks fólksins um að rétt sé farið með upplýsingar á heimasíðu Bílastæðasjóðs og hún uppfærð reglulega hefur verið vísað frá. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að  bílastæðasjóður birti á heimasíðu sinni réttar upplýsingar um gjaldskyldutíma en þar eru villandi upplýsingar. Skipulagsyfirvöld ákváðu sem dæmi  sl. vetur að lengja gjaldskyldu á svæði 1 til klukkan 20 á vikum dögum og á laugardögum og bæta við gjaldskyldu á svæðinu á sunnudögum frá klukkan 10-16. Í umsögn með tillögunni kemur fram að þessar reglur tóku aldrei gildi en ekki orð er um það á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Að hætt var við gjaldskyldu vita borgarbúar ekkert um. Það er búið að tilkynna fólki að það sé gjaldtaka sem er síðan hætt við og fólk ekki upplýst um það. Verið er að hafa fé af fólki þar sem það veit ekki að fallið var frá þessari breytingu og greiðir því gjald á tímum sem ekki er gjaldskylda.  Hér eru um blekkingar að ræða. Hér má aldeilis segja að hljóð og mynd fari ekki saman hjá skipulagsyfirvöldum  Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að fólk sé kyrfilega upplýst um að breytingarnar tóku aldrei gildi og endurgreiða ætti þeim sem hafa greitt á þeim tíma sem ekki er gjaldskylda.