Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sem varðar bílastæðahús, umsögn - USK2020080030
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem varðar bílastæðahús, sbr. 81. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 1. júlí 2020. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar og bílastæðasjóðs dags. 3. september 2020.
Svar

Vísað frá.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins lagði til að bíllinn verði aðgengilegur allan sólarhringinn í bílastæðahúsum og að kostnaður við að leggja í bílastæðahús verði áþreifanlega minni en ef lagt er á götum úti. Sum húsin hafa verið illa nýtt seint á degi og um kvöld. Skrifstofa samgöngustjóra leggur til strax í umsögn sinni að tillögunni verði vísað frá og hefur það verið gert. Fram kemur í svari að lítil eftirspurn sé eftir því að hafa  bílahúsin opin allan sólarhringinn. En væru húsin opin allan sólarhringinn og gjaldið lágt eða ekkert myndi eftirspurnin án efa vera mun meiri og jafnvel mikil. Það ætti að vera kappsmál hjá samgönguyfirvöldum að koma bílum af götu og í þar til gerð bílahús sem allra mest.  Upplýsingar til fólks hefur verið ábótavant. Síða bílastæðasjóðs er ekki uppfærð reglulega og er á henni villandi upplýsingar sbr. gjaldskyldu á sunnudegi. Fólk veit oft ekki hvort bílahúsin  eru opin að nóttu og hafa bílar því lokast inni yfir nótt fólki til mikillar vandræða. Nýtt aðgangskerfi er væntanleg en fulltrúi Flokks fólksins óttast þó að gjald fyrir stæði í bílahúsið verði svo hátt að ekki sé á færi allra að geyma bílinn sinn í bílastæðahús.
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Líkt og fram kemur í umsögn um tillöguna eru bílastæðahús borgarinnar opin frá kl. 07:00 til 24:00 alla daga ársins. Búið er að ganga frá kaupum á nýjum greiðslu- og aðgangsstýringarbúnaði í öll bílastæðahúsin sem settur verður upp á næstu vikum og með þessu verður hægt að nálgast bíla sem lagt hefur verið á þessum tíma í bílastæðahúsin, allan sólarhringinn. Lausn hefur því þegar verið fundin á vandamálinu og er tillögunni því vísað frá.