Hopp rafskútuleiga,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Annað
1. fundarliður
2. fundarliður ›
Fyrirspurn
Eyþór Máni Steinarsson og Ægir Þorsteinsson frá Hopp segja frá reynslunni af starfinu og tölfræði um notkun flotans.
Gestir
Eyþór Máni Steinarsson og Ægir Þorsteinsson frá Hopp tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Meirihlutinn fagnar fjölbreyttum ferðamátum og tók nýrri tækni fagnandi þegar rafskútur bættust í flóru vistvænna samgagna. Borgin hefur markvisst byggt upp innviði fyrir samgönguhjólreiðar á síðustu árum og mun vera áframhaldandi samhliða uppbyggingu borgalínu. Það verður gert með nýrri hjólreiðaáætlun, sem nú þegar er hafin vinna við. Kannanir er sýna fram á mikla fjölgun virkra notenda á hjólastígum borgarinnar. Við mætum auknum fjölda þeirra sem nýta sér virka ferðamáta ekki með boðum og bönnum heldur með betri innviðum og aukinni fjárfestingu.
  • Flokkur fólksins
    Gríðarleg fjölgun er á notkun slíkrar hjóla. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af slysum sem hafa orðið á þessum hjólum og kunna að verða. Nú þegar hafa verið skráð nokkur slys. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þróuninni í ljósi reynslu annarra þjóða. Velta má fyrir sér hvort skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar, ásamt rafskútuleigum hafi unnið með og verið í samvinnu við samgöngustofu og lögreglu um þessi mál? Rafhjólin eru komin til að vera, ekki er um það deilt. Samkvæmt umferðarlögum mega „rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á götum. Gangandi vegfarendur eiga alltaf réttinn á gangstéttum eða göngustígum. Hjólreiðamaður eða sá sem er á rafmagnshlaupahjóli á að víkja fyrir gangandi vegfarenda. Þá er hjálmaskylda fyrir alla undir 16 ára aldri. Einnig er bannað að keyra á þeim undir áhrifum áfengis“. Borgaryfirvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa um þessar reglur. Einnig er það á herðum skipulagsyfirvalda að sjá til þess að innviðir séu tilbúnir til að taka við þessari miklu fjölgun rafskútna/hjóla og að allar merkingar og skilti séu í lagi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort byrjað hafi verið á öfugum enda?