Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fram hefur komið í drögum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði að umfang landfyllinga er minnkað. Samt eru forsendur landfyllingar fyrir annan áfanga uppbyggingar á svæðinu eftir því sem fram kemur í drögum. Fyrir liggur að flugvöllurinn verður á þessum stað næstu 15 árin samkvæmt því sem borgarstjóri segir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr eftirfarandi: Er ekki ástæða til að fresta öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer? Þá verður hægt að hanna byggingar án takmarkana á hæð, öryggissvæðis og margt fleira. Við brotthvarf flugvallarins verður einfaldlega allt annað umhverfi í boði, og lítil ef nokkur þörf verður þá á landfyllingum. 
Svar

Frestað.