Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að íbúaráð Grafarvogs verði fengið til að gefa umsögn vegna byggingu fjögurra smáhýsa í Gufunesi. Mikilvægt er að íbúaráð Grafarvogs fái að senda inn umsögn vegna smáhýsanna og í raun hefði í upphafi átt að vísa málinu til umsagnar íbúaráðsins þó svo að samkvæmt skipulagslögum þurfi ekki að grendarkynna það. Íbúaráð Grafarvogs hefur þegar fjallað um smáhýsi við Stórhöfða milli húsa nr. 17 og 21.
Svar

Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að byggingarleyfi hefur þegar verið gefið út og átti skipulagslega ekki erindi við íbúaráð Grafarvogs.