Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Frágangi við vitann við Sæbraut var lokið á árinu 2019 og var áætlaður kostnaður við hann í upphafi 50 milljónir, sem síðan var breytt í 75 milljónir. Endanlegur kostnaður varð hins vegar 175 milljónir. Nú bar það við að í yfirliti um innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í eignasjóði yfir 1. mkr. fyrir tímabilið janúar - desember 2019 sem lagt hefur verið fram kemur fram greiddar hafi verið rúmar 30 milljónir út á liðinn gatnamál í miðborginni vegna vitans við Sæbraut. 1. Eru þetta greiðslur sem ekki var gert ráð fyrir í endanlegum kostnaði sem kynntur hefur verið? 2. Óskað er eftir yfirliti yfir alla sem skilað hafa reikningi inn vegna viðfangsefnisins "vitinn við Sæbraut" og sundurliðun á verkþáttum.  3. Einnig er óskað eftir útboðsgögnum ef einhver eru vegna þessa verkefnis.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.