Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 74
27. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að fá álit/umsögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og almannavörnum höfuðborgarsvæðisins hvað varðar þá ákvörðun að loka Laugaveginum frá Frakkastíg að Lækjargötu. 
Svar

Greinargerð fylgir tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Þessari tillögu var vísað frá af meirihlutanum. Öryggissjónarmið eru að engu höfð. Það er grafalvarleg staðreynd. Margbúið er að vara borgaryfirvöld við aðgengisleysi þessara aðila í lokunarþráhyggju meirihlutans. Ekki er hlustað á þær raddir en rétt er að geta þess að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er formaður stjórnar Slökkviliðslins á höfuðborgarsvæðinu.