Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020060122)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2020, vegna uppsetningar, kynningar og skipulagningar smáhýsa og barst skipulags- og samgönguráði 20. maí 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Viðurkennt er að ekkert deiliskipulag er í gildi þar sem verið er að koma fyrir fimm smáhýsum á Gufunesvegi 4, enda koma þau til með að standa á veghelgunarsvæði Sundabrautar sem er jafnframt viðukennt í þessu. Því hefur sífellt verið neitað af kjörnum fulltrúum í meirihlutanum. Talað er um að byggðin sé til bráðabirgða en það er ekki rétt því steyptur grunnur er undir hverju húsi. Í 2. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup segir um hugtakið fasteign: „Fasteign samkvæmt lögum þessum telst vera afmarkaður hluti lands, ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt.“ Reykjavíkurborg er því að byggja varanlegt húsnæði í trússi við lög og viðurkennir að byggðin rýs þar sem planað er að Sundabraut eigi að liggja. Hvað er hægt að segja þegar skemmdarverkin í samgöngum á landsvísu eru svona augljós. Einnig er það ekki í anda góðrar stjórnsýslu að grenndarkynna ekki fyrirhugaða uppbyggingu eins og t.d. fyrir íbúaráði Grafarvogs.