Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um vegabætur í Heiðmörk, umsögn - USK2020020095
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.
Svar

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Heiðmerkursvæðið og lega vega kemur ekki fram í gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Samkvæmt vegalögum skulu vegir vera lagðir í samræmi við staðfestar skipulagsáætlanir og því er hvorki hægt að hefja veglagningu né hefja undirbúning á veglagningu fyrr en að deiliskipulagsvinnu fyrir Rauðhóla lýkur. Ekki er liggur fyrir hvenær það verður. Tillagan er því felld.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Engin rök eru með því að fella þessa tillögu um bætt aðgengi á grundvelli þess að ekki sé búið að ljúka skipulagsvinnu, eða marka vegi á uppdráttum borgarinnar. Þvert á móti ætti samþykkt tillögunnar að ýta við því að þessari skipulagsvinnu sé lokið og fyrir liggi skýr vilji til að bæta aðgengi almennings að Heiðmörk.