Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um stæði fyrir stór ökutæki, umsögn - USK2019070055
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 26. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Ekki nóg með það að borgarstjóri og meirihlutinn er að flæma burt fyrirtæki úr borginni, verslunar og veitingamenn úr 101, þá á að flæma einyrkja og atvinnubílstjóra úr landmiklum hverfum borgarinnar. Stórbílastæðum skal nú úthýst í iðnarðarhverfi. Hvað gengur meirihlutanum til? Hverjum er til ama að atvinnubílstjórar leggi bílum sínum á bílastæðum í útjaðri hverfanna? Megnið af atvinnubílstjórum eru einyrkjar sem stunda sína vinnu frá heimilum sínum. Nú skulu boð og bönn ríkja og atvinnubílstjórar skulu hraktir inn í iðnaðarhverfin. Hvað er átt við með þessu – á að fylla Höfðann með ökutækjum og vinnuvélum. Nei það er ekki hægt því hann er fullsetinn. Þá hlýtur sjónum verið beint til Esjumela sem ekki eru enn fullsetnir. Til þess að komast þangað þarf að keyra í gegnum heilt sveitarfélag og keyra fleiri, fleiri kílómetra. Seint verður slíkur óþarfa akstur talinn umhverfisvænn í stefnu meirihlutans. En það skiptir ekki máli – bara ef það hentar þeim. Þeim stórbílastæðum sem borgin hefur lokað með hindrunum er enn haldið lokuðum og eru engum til gagns. Nú stendur til að loka átta stórbílastæðum í Breiðholti samkvæm nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt og Seljahverfi. Sú ákvörðun er hrein aðför að einyrkjum og öðrum þeim sem hafa hindrunar- og andmælalaust notað stæðin í gegnum árin.