Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Þorkell Magnússon
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 22. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Eirbergi (nr. 16), húsi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Annars vegar að gerður nýr byggingarreitur fyrir lyftuhúsi ásamt anddyri í suðvesturkverk ásamt því að koma fyrir útitröppum og hins vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir pallalyftu í norðausturkverk, samkvæmt uppdr. Spital dags. 22. júlí 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.