Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagsmörkum, breyting á deiliskipulagi
Reykjavíkurflugvöllur 1 (01.6)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst staðsetning á nýju hliði, breytt afmörkun girðingar og breyting á deiliskipulagsmörkun til samræmis við deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. júní 2020.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Andri Klausen frá ASK arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð á þann hátt að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Síðast í morgun, 1. júlí var samgönguráðherra á allt annari skoðun en hér birtist. Ráðherrann er ekki að fatta að verið er að þverbrjóta samkomulagið. Hér er verið að leggja til aukið byggingamagn úr 800 íbúðum í 1.300. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdaveg“ meðfram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu. Í mengunarkönnun er einungis 1 af 96 holum sem falla í flokkinn „mjög góður“ og 16 holur falla í flokkana „slæmt og mjög slæmt“. Þessar staðreyndir segja okkur að það eigi alls ekki að byggja á þessu svæði.
Landnúmer: 106930 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110605