Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Elliðaárvogur - smábátahöfn, breyting á aðalskipulagi - Strandsvæði ST9 - breyting á hafnargarði.
Síðast
tekið fyrir
á fundi fyrir 2 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 ásamt umhverfisskýrslu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar Elliðaárvog, smábátahöfn. Í breytingunni felst minniháttar breyting á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins er varðar hafnargarð við smábátahöfn Snarfara við Naustavog, í Elliðaárdal.
Svar

Samþykkt að kynna fyrirliggjandi drög að aðalskipulagsbreytingu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Gögn verða send til skilgreindra hagsmunaaðila og kynnt opinberlega. Drögin verða auglýst í fjölmiðli og gerð aðgengileg á vef borgarinnar. Tillagan verður send til eftirfarandi umsagnaraðila: Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, annarra nágrannasveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunar, Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Veitna, Borgarsögusafns, Íbúaráðs Laugardals, Stangveiðifélags Reykjavíkur og Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.

Gestir
Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.