Vogabyggð svæði 5, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Veitna dags. 20. apríl 2020 ásamt minnisblaði, dags. 20. apríl 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir um 105 fm. landfyllingu vestan skólpdælustöðvar til að tryggja öryggi byggingarinnar og hækka land á lóð skólpdælustöðvar, samkvæmt uppdr. Jvantspijkes og Teiknistofunnar Traðar, dags. 25. maí 2020. Einnig eru lagðir fram uppdr. Verkís, dags. 6. mars 2020, 17. apríl 2020 og ódags. og bréf Hafrannsóknarstofnunar dags. 14. apríl 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Stöðin stendur afar nærri fjörukambi Arnarvogs og í ljós hefur komið að til þess að tryggja öryggi byggingarinnar þá er nauðsynlegt að fylla út í voginn aftan við hana. Lögð er fram umsókn Veitna um heimilt til að koma fyrir 105 fm. landfyllingu vestan skólpdælustöðvar til að tryggja öryggi byggingarinnar. Fylla á fjörur enn frekar til að tryggja að bygging sem stendur nærri fjöru hrynji ekki. Flokkur fólksins er almennt á móti því að ganga á fjörur innan borgarmarka. Skipuleggjendur þessa verkefnis telja það nauðsynlegt í þessu tilfelli. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé kominn tími til að taka meira tillit til umhverfisins þegar finna á húsum stað. Hreinar fjörur eru mikilvæg svæði t.d. til útvistar. Í framtíðinni verður að tryggja að svona verði ekki gert. Ákveða þarf fyrirfram að friða fjörurnar. Hér er kallað á að skipulagsyfirvöld sýni einhverja fyrirhyggju við hönnun svæða við eða nærri sjónum til þess að vera ekki nauðbeygð síðar til að skemma náttúru.