Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151 (01.826.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst m.a. að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein/aðrein akandi umferðar við gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs breikkar og hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar/aðreinar milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar vegna háspennurafstrengs sem liggur í jörðu undir núverandi stíg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 23. janúar 2020 br. 16. apríl 2020. Einnig eru felldar burt tvær settjarnir (settjörn 1 og settjörn 2) vegna óhentugrar hæðarlegu lands og skerpt á skilmálum vegna blágrænna ofanvatnslausna innan lóða í formi regnbeða. Jafnframt er lagt fram fylgiskjal með þremur sneiðmyndum í hljóðvegg og lóðir Ásenda nr. 1, 3 og 5 dags. 29. janúar 2020, hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2020 til og með 15. apríl 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigurður Bessason dags. 23. mars 2020, Nikulás Einarsson dags. 14. apríl 2020 og Svanur Kristbergsson f.h. Basalt ehf. dags. 15. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ingvar Jón Bates verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981