Fálkagata 18, kæra 125/2019, umsögn
Fálkagata 18 (01.553.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2019 ásamt kæru dags. 12. desember 2019 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2019 á byggingarleyfi vegna breytingu verslunarhúsæðis á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, breytingu á innra skipulagi 2. hæðar sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. júní 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. nóvember 2019 að synja byggingarleyfisumsókin til að breyta verslunarhúsnæða á fyrstu hæð Fálkagötu 18 í íbúðarhúsnæði með þremur einstaklingsíbúðum.