Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulagÍslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 ReykjavíkPlúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 84
14. október, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju tillaga +Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. +Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2020 br. 8. október 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019 og Húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020. Tillagan var auglýst frá 27. maí 2020 til og með 8. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Libra lögmenn, Ólafur Hvanndal Ólafsson, f.h. Bjarna Pálssonar dags. 7. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 19. júní 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2020.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Nú á að afgreiða tillögu að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Fram hafa komið athugasemdir og kvartanir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um þetta mál þar sem lögð er áhersla á að vinna með íbúum. Það var ekki gert á fyrstu stigum. Segja má að komið hafi verið aftan að íbúunum. Þau rök sem skipulagsyfirvöld setja fram “að aðalskipulagið gerði ráð fyrir byggingum” halda ekki. Ekkert aðalskipulag er heilagt og stundum koma upp aðstæður sem krefjast breytinga. Það sættir sig enginn við að fá aðeins tilkynningu um hvað skuli gert á svæði eða reit. Með samtali þar sem íbúar eru þátttakendur frá byrjun hefði mátt draga úr að óánægja skapist síðar. Enn og aftur hafa skipulagsyfirvöld gengið of langt í yfirgangi. Hvað þetta svæði varðar vill fulltrúi Flokks fólksins benda á að þarna er verið að nema nýtt land og spyrja á hvort það sé vilji íbúa og annarra hagsmunaaðila hvort það sé vilji til að fórna þessu svæði undir hótel. Svona svæði eru takmörkuð auðlind. Sjávarlóðir sem snúa móti suðvestri eru ekki óendanlegar. Á öllum slíkum svæðum hefur einhvern tíma verið byggð og iðulega má þar rekja mannvistarþróun.