Furugerði 23, breyting á deiliskipulagiArkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkEA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Furugerði 23 (01.807.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 1. september 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Mistök hafa leitt til þess að þessi lóð fer nú aftur í auglýsingu. Ferlið hefst að nýju og fær íbúaráðið tækifæri til að fjalla um málið en aðilar ráðsins hafa lýst yfir áhyggjum. Enn og aftur snúast áhyggjur íbúa mest um skort á bílastæðum en á svæðinu er nú þegar takmarkað magn bílastæða. Og enn og aftur er kvartað yfir samráðsleysi og að óskir íbúa séu hundsaðar. Meðal athugasemda frá íbúum var að grunnt væri niður á klöpp á svæðinu og mikið þarf að sprengja með tilheyrandi hættu á skaða. Í byggingaráætlunum er fyrirséð að húsnæði mun ekki uppfylla hljóðvistarkröfur. Þröngt er um húsnæði á svæðinu og lítið pláss fyrir gangstéttir. Því verður þröngt um byggingar þarna. Nú er tækifæri til að ljá íbúum eyru og vonar fulltrúi Flokks fólksins til að betur verði hlustað á íbúa.