Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. maí 2020.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Hvernig má það vera að veitt sé framkvæmdaleyfi á svo stóru máli á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, þann 15. maí sl. án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs? Í fundargerðinni stendur: „Bústaðavegur 151-153, framkvæmdaleyfi. Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 8. maí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna m.a. byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg, gerð hringtorgs á Bústaðaveg, hækkun Bústaðavegar, gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs vestan við Sprengisand og hesthús, gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut meðfram rampa að Reykjanesbraut, gerð tengistíga o.fl. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í maí 2020. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.“ Hér er borgarstjóri og meirihlutinn kominn langt langt fram úr öllu sem eðlilegt getur talist í löggiltu borgarskipulagi. Ekki er gefið upp hvað framkvæmdin kostar, hvenær framkvæmd eigi að hefjast og ljúka og hvort sé búið að kynna framkvæmdina fyrir íbúum svæðisins.