4A - Breyta burðarvirki - klæðning
Brautarholt 4-4A
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 792
9. október, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
472592
472596 ›
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið, stækka og síkka glugga og koma fyrir svölum á báðum hliðum, koma fyrir lyftu og innrétta 16 íbúðir á 2. - 4. hæð og verslun og sameiginlegt þvottahús á jarðhæð, einnig til að byggja einnar hæðar byggingu að lóðamörkum í austur og suður þar sem innréttuð verður hjólageymsla og geymslur íbúða með verönd á þaki á og við hús nr. 4, mhl. 01 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 21. febrúar 2017, samþykki meðlóðarhafa dags. 12., 13. og 18. maí 2020, bréf hönnuðar dags. 29. september 2020 og tillaga að nýju lóðarblaði mótt. 29. september 2020. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2020 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst ágúst 2020.
Stækkun: 208,3 ferm., 604,7 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 1.182,8 ferm., 3.987,7 rúmm. B-rými: 18,8 ferm., 53,5 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.