breyting á skilmálum deiliskipulagi
Kvosin, Landsímareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 786
28. ágúst, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2020 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 13. maí 2020 ásamt greinargerð dags. 13. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits sem felst í að heimilt verði að vera með gististað á 3 og 4 hæð hússins að Thorvaldsensstræti 2, stækka og breyta nýtingu á kjallara hússins að Thorvaldsensstræti 6 ásamt því að breyta jarðhæð í eitt alrými fyrir viðburði og veitingarekstur, vera með gististað eða hótelíbúðir á efri hæðum húsanna að Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 og gera sólstofu fyrir setustofu og bar á 5. hæð á þaksvölum Thorvaldsenstrætis 5. Einnig er lagt fram minnisblað Icelandair Group f.h. Icelandair Hotels og Lindarvatns dags. 17. mars 2020 og bréf Eflu varðandi hljóðeinangrun NASA salar dags. 3. júlí 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.