Aðflugsljós við enda flugbrautar 13
Flugvöllur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 773
15. maí, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulagsmörkum og færslu á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík, vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta dags. 13. nóvember 2019 br. 13. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Isavia dags. 29. janúar 2020 og íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020. Einnig er lagt fram minnisblað Borgarlínunnar dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Landnúmer: 106746 → skrá.is
Hnitnúmer: 10089795