breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Ártúnshöfði, austurhluti
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 776
5. júní, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
469522
469785 ›
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Ártúnshöfði - Eystri" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 21. febrúar 2020. Tillagan var auglýst frá 31. mars 2020 til og með 12. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Róbert Örn Albertsson dags. 15. apríl 2020, Sölvi Sigurjónsson dags. 15. apríl 2020, Kristján Lindberg Björnsson dags. 16. apríl 2020, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir f.h. Kaffitárs ehf. dags. 17. apríl 2020, Elías Gíslason, Guðmundur Gunnlaugsson, Pétur Jónsson, Náttúrulækningastofa Matthildar, Sjúkraþjálfun Ártúnshöfða og Sveinbjörn Jakobsson dags. 29. apríl 2020, Elías Gíslason dags. 7. maí 2020, Þórður R. Magnússon dags. 11. maí 2020, Stefán S. Gunnarsson dags. 11. maí 2020, G. Sigríður Samúelsdóttir dags. 11 maí 2020, Vignir Þór Stefánsson dags. 11. maí 2020, Ingi Kári Loftsson dags. 12. maí 2020, Jón Kristinn Jónsson og Sesselja Ingólfsdóttir dags. 11. og 12. maí 2020, Ólafur Jónsson dags. 11. maí 2020, Pétur Jóhannesson dags. 12. maí 2020, Einar S. Hálfdánarson dags. 12. maí 2020, Árni Guðmundsson dags. 12. maí 2020, Sif Jónsdóttir og Björn Finnbogason dags. 12. maí 2020, Páll Fannar Einarsson dags. 12. maí 2020 og Guðrún Karlsdóttir. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Berglindi Gunnarsdóttur dags. 20. maí 2020 og Magnúsi Óskarssyni hrl. f.h. Vélvíkur ehf. dags. 27. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 12. maí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.