breyting á deiliskipulagi
Ánaland 2-4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 775
29. maí, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Friðriks Friðrikssonar dags. 13. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Ánaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit lóðarinnar til suðurs og austurs til að koma fyrir einnar hæðar viðbyggingu við húsið með þaksvölum, samkvæmt uppdr. Studio F ehf. Við breytinguna fer nýtingarhlutfall lóðar úr 0.41 í 0.43. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2020.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Ánalandi 1 og 4 og Brautarlandi 2.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108747 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006667