Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, skipan vinnuhóps 2022
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2022. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingarfulltrúa, Sólveig Sigurðardóttir frá embætti skipulagsfulltrúa og Alma Sigurðardóttir frá embætti borgarminjavarðar skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa skipulags- og samgönguráðs. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð skipi tvo fulltrúa í hópinn.
Svar

Samþykkt.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Styrkveitingar eru vandasamar og mikilvægt er að hópurinn sé vel skipaður. Þarna eru taldir upp þrír embættismenn og ættu kjörnir fulltrúar að vera allavega fjórir.