Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,um matvöruverslun í Úlfarsárdal
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Frestað
‹ 27. fundarliður
28. fundarliður
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/verslanir komi í Úlfarsárdal og séu helst staðsettar þannig að þær séu í göngu- eða hjólafæri fyrir sem flesta.  Einnig eru borgaryfirvöld hvött til að beita sér fyrir því að matvöruverslun komi nálægt Bauhaus en þar eru næg bílastæði fyrir hendi. Nú er þetta hverfi um 15 ára og var lofað að það yrði fljótt sjálfbært. Það loforð hefur ekki verið efnt. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki ein einasta matvöruverslun hvað þá veitingastaður.
Svar

Frestað.