Hverfisskipulag, Hlíðar, kynningaráætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram kynningaráætlun fyrir vinnutillögur að hverfisskipulagi fyrir borgarhlutann BH3, Hlíðar. 
Gestir
Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Hér er lögð fram kynningaráætlun fyrir vinnutillögur, hvar og hvenær kynna eigi íbúum og borgarbúum þessar tillögur að hverfisskipulagi fyrir borgarhlutann BH3, Hlíðar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að íbúar og aðrir sem vilja hefðu átt að koma að mótun þessara tillagna. Strax frá byrjun er rétt að hafa samráð við fólk og gefa því færi á að segja til um hvernig þeir sjá fyrir sér þróun þessa hverfis. Jafnvel þótt hér sé aðeins um vinnutillögur að ræða er nú þegar búið að leggja grunnlínur af þröngum hópi og sem tilkynna á nú borgarbúum. Það eru þessum grunnlínum sem yfirvöld ein og sér hafa lagt drög að sem síðan oft er vonlaust að fá breytt nema með látum og ekki einu sinni með látum eða undirskriftalistum. Þetta sýnir reynslan.