Reglur um notkun stöðureita í Reykjavík og gjaldtöku, tillaga - USK2021100099
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
1. fundarliður
2. fundarliður ›
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. nóvember 2021:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi reglur um notkun stöðureita í Reykjavík og gjaldtöku. Reglurnar hafa verið bornar undir og samþykktar af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi reglur um notkun stöðureita í Reykjavík og gjaldtöku. Gott er að áhersla er lögð á að stæðin verði vel merkt sem gjaldskyld svæði,  en á því hefur stundum verið misbrestur, einkum þegar aðrar framkvæmdir standa yfir. Tækniþróun hefur vissulega orðið á gjaldtöku en samt sem áður á ekki að gera ráð fyrir að allir geti nýtt sér nýjustu tækni við greiðslu. Fyrir suma eru þessir mælar flóknir og ekki allir treysta sér til að nota síma app eins til að greiða fyrir bílastæði. Nú er þannig komið að eldra fólk, Íslendingar sem búa utan miðbæjar koma hreinlega ekki lengur niður í bæ. Þetta hafa margar kannanir sýnt. Þetta er sorgleg þróun. Fyrir kynslóðina sem nú er komin yfir sextugt var miðbærinn vinsæll hér áður og þótti skemmtilegur heim að sækja.