Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsstafi við Vonarstræti og Lækjargötu
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins spyr hverju það sæti að fæst að því sem lagt var upp með á þessu tímabili stenst tímaáætlun. Óskað er eftir að rýnt verði í hvað veldur og fulltrúi Flokks fólksins fái skrifleg svör. Nýlega bárust fregnir að því að Reykjavíkurborg hafi framlengt leyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til 30. apríl 2022. Vestari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna. Þess vegna verða umferð/umferðarþrengingar þarna óbreyttar. Þær aðstæður sem þarna eru skapa slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Spurt er hvort ekki megi hagræða á þessu svæði með öðrum hætti þrátt fyrir framkvæmdirnar? Sem dæmi mætti minnka vinnusvæðið til muna. Það hótel sem þarna rís opnar tveimur árum síðar en áætlað var. Kórónuveirufaraldur er sagður ein af ástæðum tafa þrátt fyrir að meirihlutinn lagði mikla áherslu á að hraða skyldi framkvæmdum sem aldrei fyrr til að tryggja atvinnu í COVID. 
Svar

Frestað.