Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um úttekt á leikskólum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 117
13. október, 2021
Frestað
‹ 23. fundarliður
24. fundarliður
Fyrirspurn
Lagt er til að úttekt verði gerð á aðstöðu á leikskólum fyrir þá sem koma þangað hjólandi, gangandi eða með öðrum umhverfisvænum faramátum, til vinnu eða með börn sem eru nemendur í skólunum. Úttektin snúi að því hvort aðstaða sé til að geyma við leikskólana kerrur sem hengdar eru aftan á hjól, barnakerrur, reiðhjól eða önnur umhverfisvæn farartæki. Ef slíkar geymslur eru til staðar við einhverja leikskóla verði jafnframt kannað hvort þær séu upphitaðar.
Svar

Frestað.