Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skotsvæðið í Álfsnesi, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fyrirspurn Flokks fólksins um hvort sé verið að leita að  nýrri staðsetningu með virkum hætti og þá hvar,  innan eða utan dyra? Skotsvæðinu í Álfsnesi var lokað án fyrirvara?  Fram hefur komið að lokunin hafi komið meirihlutanum á óvart sem er sérkennilegt því málið hefur verið a.m.k. tvisvar rætt í borgarstjórn.  Margir voru búnir að hafa uppi varnaðarorð og hneykslast á aðgerðarleysi heilbrigðisnefndar. Þegar loks er lokað er það ekki vegna mengunar heldur skipulagsmála. Halda mætti að "skipulagsmál" séu notuð sem átylla fyrir að loka. Finna þarf aðra lausn fyrir þá 1.500 félagsmenn og aðra sem stunda skotæfingar. Erfitt getur reynst  að finna svæði þar sem ekkert mannlíf er í nágrenninu og þar sem blýmengun veldur ekki skaða og/eða þar sem skotæfingar skaða ekki náttúru. Ef utandyra er þarf það svæði að vera einangrað eða afskekkt og sem ekki er metið mikils virði út frá náttúru.  Fyrirspurn Flokks fólksins lýtur að hvort verið sé að  leita að  nýrri staðsetningu og þá hvar,  innan eða utan dyra? 
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.