Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, vegna álits umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötu
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fyrirspurn Flokks fólksins um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum. Fram hefur komið að handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu. Það var niðurstaða umboðsmanns að ekki væri hægt að fallast á þann lagaskilning að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða gætu eingöngu lagt í sérmerkt stæði á göngugötum. Þetta er einmitt sá skilningur sem fulltrúi Flokks fólksins hafði á þeim lögum sem hér um ræðir og hefur það margsinnis komið fram í bókunum Flokks fólksins. Heimildin nær til þess að P merktir bílar megi leggja í göngugötunni sjálfri.
Svar

Frestað.