Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um sjálfbærni í Úlfarsárdal, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir því með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal  nú í september 2021 eru um 40 en hverfið er 15 ára.  Í hverfinu eru engar verslanir og hverfið engan vegin sjálfbært. Íbúar verða að aka í Grafarholt  eftir allri þjónustu og vistum, nema þá vanti byggingarefni sem hægt er að sækja í Bauhaus. Lofað var að hverfið yrði sjálfbært. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki einu sinni að finna bakarí, ísbúð, kaffihús eða hvað þá veitingastað.
Svar

Frestað.