Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um stöðu tillögu sem lögð var fram2. október 2019, umsögn - USK2021090022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Frestað
‹ 29. fundarliður
30. fundarliður
Fyrirspurn
2. október 2019 var eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar:   Tillaga um rafknúin farartæki í miðborg. Nýleg könnun meðal íbúa sýnir að borgarbúar myndu helst nýta sér þjónustu miðborgar oftar ef þar væri aðgengilegur einhvers konar miðborgarvagn. Með umbreytingu og endurhönnun Laugavegs er yfirlýst markmiðið borgarinnar að glæða götuna enn meira lífi með það fyrir augum að veita gangandi og hjólandi vegfarendum aukið rými. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið bjóði út rekstur smárra rafknúinna farartækja sem gætu ferjað viðskiptavini frá bílhúsum að verslun og þjónustu í miðborg. Eins er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hlutist til um gott aðgengi að reiðhjólum, rafskútum og öðrum sambærilegum farartækjum nærri bílhúsunum. Þannig megi gera verslun og þjónustu enn aðgengilegri fyrir gesti miðborgar og skapa sátt um útfærslu göngugatna. Hvar er þessi tillaga stödd?
Svar

Frestað.