Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata, leggja fram svohljóðandi tillögu um bættar göngutengingar í Gamla-Vesturbænum
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 11 mánuðum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Skipulags og samgönguráð felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða leiðir til að bæta tengingar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli Gamla-Vesturbæjarins og Kvosarinnar. Skoðaðar verða bættar göngutengingar í austur-vesturátt, til dæmis meðfram Mýrargötu, Nýlendugötu, Vesturgötu sem og meðfram ströndinni. Möguleikar til að gera götur á svæðinu að göngu- eða vistgötum verða kortlagðir og gerð verði áætlun um eflingu og endurhönnun borgargatna.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.