Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvort leitað var til sérfræðinga þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð í Breiðholti, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Breiðholtið er mörgum kært enda gott og barnvænt að búa í Breiðholti. Núverandi  skipulag, sem er verðlaunaskipulag, þarf að skoða nánar með tillit til útsýnis, skuggavarps og umferðaröryggi. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi í ljósi þess að skipulagsyfirvöld leita mikið til utan að komandi sérfræðinga: Var leitað til sérfræðinga í byggðu umhverfi og áhrif byggðs umhverfis á fólk þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð? Sérfræðingarnir gætu verið sálfræðingar, félagsfræðingar, veðurfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar. Ef svo er, hverjir voru sérfræðingarnir og var farið að ráðum þeirra þegar viðmið voru ákvörðuð?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.