Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Laugarveg í 9 skrefum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 27. september 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Hér birtist forgangsröðun í fjármálum Reykjavíkurborgar glöggt. Gæluverkefnið Laugavegur í 9 skrefum á að kosta samkvæmt frumkostnaðaráætlun 450 milljónir króna. Þá er ekki talinn með kostnaður við samræmingahönnuði, hönnunarteymi, arkitekta, landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, lýsingarhönnuði, upplifunarhönnuði, myndlistarmenn og listmálara!!! Í sumar fóru þrjú hönnunarteymi af stað með þrjá búta af Laugaveginum og er sá kostnaður kominn upp í tæpar 20 milljónir og þá er auglýsingakostnaður ekki talinn með. Á meðan þessir aðilar leika sér með útsvar okkar Reykvíkinga vegna ákvörðunar borgarstjóra grotna t.d. skólabyggingar borgarinnar niður og ungbarnaleikskólum er dritað niður í bráðabirgðahúsnæði og kofum. Það hljóta allir að sjá að rekstur borgarinnar er í molum og lögbundin- og grunnþjónusta mætir afgangi. Það er forkastanlegt og ljóst að meirihlutinn er kominn langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt sveitarstjórnarlögum.