Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi yfirlýsingu JVANTSPIKER & PARTNERS, dags. 25. ágúst 2021
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Samkvæmt yfirlýsingu JVANTSPIKER & PARTNERS frá 25. ágúst sl. er staðfest að hæðarkótar sem gefnir voru út í Gufunesi voru rangir, eða eins og segir í yfirlýsingunni; Eitthvað hefur farið úrskeiðis því fyrirhugaðir hæðarkótar í landinu umhverfis lóð Loftkastalans eru ekki samræmi við þessar rekstrarforsendur, né eru þeir í samræmi við þá samráðsfundi, né kynningar sem haldnar voru með Loftkastalanum. Hlutaðeigandi aðilar hafa kvartað yfir þessu lengi vel og því mikilvægt að bugðist sé við þessum mistökum sem allra fyrst. Hvernig verða þessi mistök leiðrétt gagnvart hlutaðeigandi?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.