Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða,og félagsmiðstöðvum - R21060147, USK2021060084 um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 16. júní 2021, þar sem lagt er til að borgarstjórn feli aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum fyrir árslok 2021 og gera tillögur að úrbótum til umhverfis- og skipulagssviðs sem skal ljúka úrbótum fyrir árslok 2022. Tillagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 11. júní 2021 og vísað til umsagnar skipulags- og samgönguráðs.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í skólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Tillagan boðar að þetta verði gert fyrir árslok 2021. Sennilega má ætla að það náist tæplega en mikilvægt er að hefja verkið sem allra fyrst. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til 2. des. 2020 að ráðist verði í úttekt á aðgengismálum í Reykjavík af hálfu umhverfis- og skipulagssviðs hvað varðar hjólastólaaðgengi og göngugrindur enda á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að allir hafi jafnt aðgengi. Þetta er kveðið á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Lög um mannvirki leggja þá skyldu á sveitarfélög að hafa eftirlit með aðgengismálum. Ítrekað hefur verið bent á það að reglur um aðgengi séu ekki virtar. Einkaframtak eins og verkefni “römpum upp Reykjavík” hefur bjargað miklu en auðvitað eiga borgaryfirvöld ekki að treysta á frumkvæði annarra í þessum efnum heldur á borgin að eiga frumkvæðið og vinna verkið í samvinnu við þá sem málin varða eins og lög og reglur gera ráð fyrir