Erindi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, varðandi gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut - R21060252, USK2021060111
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 25. júní 2021 varðandi tímalegnd gönguljósa yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Ásamt því er lagt fram bréf Guðrúnar Nínu Petersen, dags. 29. apríl 2021.
Svar

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lagt er fram bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis varðandi tímalengd gönguljósa yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Fram kemur að gönguljósin við Kringlumýrarbraut loga það stutt að fáir komast yfir veginn á meðan þau loga. Það er ekki ásættanlegt. Úrbætur ættu að byggjast á því að nýta snjalltækni til að stýra ljósatímanum, svo sem að stýra tímanum í þágu gangandi vegfarenda,  eða að byggja göngbrú yfir götuna. Þessi vandi er víðar en stundum á hinn veginn og má nefna gönguljós  á Miklubraut. Þar er ljósstýring í ólestri. Bílar bíða í margra metra röðum og spúa mengun á meðan rautt ljós logar löngu eftir að vegfarandi hefur þverað  gangbrautina. Stýring umferðarljósa þ.m.t. gangbrautarljósa er þekkt vandamál víða í borginni.