Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, um úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu: 

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að gerð verði heildarúttekt á gönguþverunum og því hefði verið eðlilegt að samfara þessari úttekt væri gerð úttekt á zebra merktum gangbrautum og merkingum skv. umferðarlögum. 
  • Miðflokkur
    Þessi tillaga er mjög ruglingsleg enda svo sem ekki öðru að vænta frá meirihlutanum. Öll þessi mál myndu leysast farsællega með snjallstýringu og uppstokkun á umferðarljósastýringum sem löngu á að vera komið í notkun samkvæmt samgöngusáttmálanum. Aðgengi að gönguþverunum er allt annað mál og alveg hreint ótrúlegt að ekki skuli vera komnir litlir rampar inn á allar gönguþveranir á árinu 2021. Ef aðgengi er á þann hátt að gangstéttarbrúnir hindri för þá þarf að fara í að laga það strax. Það þarf ekki tillögu þar um svo sjálfsagt mannréttindamál er að ræða.
  • Flokkur fólksins
    Það er vissulega tímabært að taka úr aðgengi við gönguþveranir í borginni og meta  út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrnarskertum notendum. Til dæmis þarf að lagfæra gangstéttarbrúnir sem og aflíðandi halla frá gangstétt út á gönguþveranir í Efra Breiðholti og í Úlfarsárdal. Þetta er sérstaklega slæmt við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en einnig víða annars staðar í Breiðholti. Fulltrúi Flokks fólksins hefur minnst á þetta og sent inn fyrirspurnir og tillögur í því sambandi en ekki fengið mikil viðbrögð.