Bann við umferð vélknúinna ökutækja á Kirkjustræti, tillaga - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021, ásamt fylgigögnum:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi:1. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð á Kirkjustræti, milli Pósthússtrætis og Tjarnargötu, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.2. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð í Templarasundi, norðan Kirkjutorgs, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.

Komur og brottfarir
  • - Kl. 11:29 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkinarinnar, Viðreisn, Píratar
    Við styðjum þá ósk þingsins að stækka skuli göngusvæðið við Austurvöll með því að leggja til akstursbann á Kirkjustræti. Skrifstofa Alþingis mun fá heimild til að hleypa umferð í undantekningartilfellum inn á svæðið, til dæmis vegna viðhafnarheimsókna erlendra gesta. Mikilvægt er að þær undantekningar séu fáar og vel skilgreindar til að almenningur upplifi svæðið sem torg en ekki veg.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði með tillögunni í ljósi þess að Alþingi hefur óskað sérstaklega eftir lokun götunnar og þá ekki síst af öryggisástæðum.